WordPress vefsíður
Hvort sem það er ný heimasíða frá grunni, eða andlitslyfting fyrir þá gömlu, þá get ég aðstoðað með nánast allt sem snýr að vefsíðum. Ég hef yfir 25 ára reynslu í að hanna og setja upp vefi og netverslanir. Síðastliðinn áratug hef ég unnið mest með WordPress og viðbætur sem tengjast því kerfi.
Hér að neðan stikla ég á stóru varðandi þær þjónustur sem ég býð upp á. Ef þú vilt fá tilboð í verkefnið þitt, sendu mér línu.
WordPress vefsíður
WordPress er langvinælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag, og það er ekki að ástæðulausu.
Bókunarkerfi
Það finnast margar sniðugar lausnir fyrir bókunarkerfi í WordPress. Hvort sem það er fyrir hótel, tímapantanir eða aðra þjónustu.
Viðhald
Ég get séð um að halda WordPress vefnum þínum uppfærðum með reglulegu millibil auk þess að setja inn efni, myndir og annað tilfallandi.
Grafísk hönnun
Hönnun og aðlögun útlita fyrir vefsíður getur verið snúin. Ég hef mikla reynslu í að vinna með skapalón og „þemur“ sem tengjast WordPress auk útlitshönnunar í Figma.
Leitarvélabestun
Allar nýjar vefsíður sem ég geri eru leitarvélabestaðar. Ef þér vantar að leitarvélabesta síðuna þína, þá get ég aðstoðað við það.
Öryggi
Að meðaltali eru 30.000 vefsíður hakkaðar á hverjum degi. Öryggi vefsíðna er mjög mikilvægt. Hef mikla reynslu í að gera vefi örugga, auk þess að hreinsa sýkta vefi.
Hýsing
Ég veiti ráðgjöf varðandi þá hýsingu sem passar best fyrir vefinn þinn. Get séð um flutning á milli hýsingaraðila auk uppsetningar á nýrri hýsingu.
Ráðgjöf
Ertu ekki viss um í hvaða átt þú ert að fara með vefinn þinn? Ég get boðið upp á ráðgjöf fyrir verkefnið þitt. Hvernig vefkerfi hentar, greiðslulausnir eða bara hvað sem er.