WordPress – Hvað get ég gert fyrir þig?
Hvort sem það er ný heimasíða frá grunni, eða andlitslyfting fyrir þá gömlu, þá get ég aðstoðað með nánast allt sem snýr að vefsíðum. Ég hef yfir 20 ára reynslu í að hanna og setja upp vefi og netverslanir. Síðastliðinn áratug hef ég unnið mest með WordPress og viðbætur sem tengjast því kerfi.
Hér að neðan stikla ég á stóru varðandi þær þjónustur sem ég býð upp á. Ef þú vilt fá tilboð í verkefnið þitt, sendu mér línu.