Hæ, ég heiti Björgvin

Ég er menntaður í Stafrænni Margmiðlun (Multimedia Integrator – Digital Media) frá Tækniskólanum í Álaborg, Danmörku.
Hef unnið sem vefhönnuður og grafískur hönnuður frá árinu 2001, þ.a.m. rekið auglýsingastofu í Danmörku og unnið hjá ýmsum netfyrirtækjum og auglýsingastofum. Síðustu 10 árin hef ég unnið sjálfstætt við rekstur vefsíðna auk þess að taka að mér verkefni við gerð vefsíða og grafískra lausna.

Hver er ég

Fæddur ’77 og uppalinn í Reykjanebæ. Ég útskrifaðist sem sveinn í rafvirkun árið 1997 og vann sem slíkur þar til ég ákvað að flytja til Danmerkur og hefja nám við Stafræna Margmiðlun árið 2000. Á meðan því námi stóð vann ég hjá auglýsingastofu í Álaborg og sem meðeigandi á árunum 2002-2005.

Árin 2005-2007 vann ég bæði sem freelance hönnuður og vefhönnuður hjá auglýsingastofunni Degn Grafísk á norður Jótlandi.

Árið 2007 flyt ég aftur heim til Íslands ásamt eiginkonu minni, Flóru Hlín, og hóf fljótlega störf hjá auglýsingastofunni Hvíta Húsið í Reykjavík. Hjá Hvíta Húsinu vann ég fyrir sum af stærstu fyrirtækjum á Íslandi, þá aðalega í vefsíðugerð.

Árið 2010 ákvað ég að byrja að starfa aftur sjálfstætt með fókus á vefsíðuna mína Stockvault.net, sem er ókeypis myndabanki sem ég hef rekið frá árinu 2004. Samhliða því hef ég tekið að mér lítil og meðalstór verkefni við að hanna og setja upp vefsíður fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Áhugamál

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun, og hef verið meðlimur í Ljósop, félagi áhugaljósmyndara á Suðurnesum frá árinu 2007. Auk þess sinnti ég formennsku félagsins á árunum 2008 til 2016. Tók þátt í fjölmörgum ljósmyndasýningum félagsins á þeim árum og setti upp verkefnið Andlit Bæjarins, þar sem við mynduðum yfir 1.100 bæjarbúa og settum upp stóra sýningu á Ljósanótt 2015.

Ég hef spilað á rafmagnsgítar frá fermingu og var mikið í bílskúrsböndum á mínum yngri árum. Í dag spila ég með rokkhljómsveitinni Eldrún sem stefnir á frægð og frama.

Auk þess elska ég að ferðast með fjölskyldunni, hvort sem það sé í útileigu eða á sólaströnd.

Björgvin og Flóra