Björgvin Guðmundsson vefhönnuður

Hæ, ég heiti Björgvin
og er vefhönnuður

Ég er menntaður í Stafrænni Margmiðlun (Multimedia Integrator – Digital Media) frá Tækniskólanum í Álaborg, Danmörku. Hef unnið sem vefhönnuður og grafískur hönnuður frá árinu 2001, þ.a.m. rekið auglýsingastofu í Danmörku og unnið hjá ýmsum netfyrirtækjum og auglýsingastofum. Síðustu 15 árin hef ég unnið sjálfstætt við rekstur á vefsíðum auk þess að taka að mér verkefni við gerð vefsíða og grafískra lausna.

Hver er ég

Fæddur ’77 og uppalinn í Reykjanebæ. Ég útskrifaðist sem sveinn í rafvirkun árið 1997 og vann sem slíkur þar til ég ákvað að flytja til Danmerkur og hefja nám við Stafræna Margmiðlun árið 2000. Á meðan því námi stóð vann ég hjá auglýsingastofu í Álaborg og sem meðeigandi á árunum 2002-2005.

Árin 2005-2007 vann ég bæði sem freelance hönnuður og vefhönnuður hjá auglýsingastofunni Degn Grafísk á norður Jótlandi.

Árið 2007 flyt ég aftur heim til Íslands ásamt eiginkonu minni, Flóru Hlín, og hóf fljótlega störf hjá auglýsingastofunni Hvíta Húsið í Reykjavík. Hjá Hvíta Húsinu vann ég fyrir sum af stærstu fyrirtækjum á Íslandi, þá aðalega í vefsíðugerð.

Árið 2010 ákvað ég að byrja að starfa aftur sjálfstætt með fókus á vefsíðuna mína Stockvault.net, sem er ókeypis myndabanki sem ég rak frá árunum 2004 – 2020. Samhliða því hef ég tekið að mér lítil og meðalstór verkefni við að hanna og setja upp vefsíður fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Starfsreynsla

  • 2010 -
    Vefhonnun.is

    Stofnandi / Vefhönnuður

  • 2023 -
    Dacoda

    Vefhönnuður / Hlutastarf

  • 2007 - 2010
    Hvíta Húsið

    Grafískur- & vefhönnuður

  • 2006 - 2007
    Degn Grafisk

    Vefhönnuður

  • 2002 - 2005
    Emaze New Media

    Stofnandi / Vefhönnuður

  • 2001 - 2002
    Emaze A/S

    Vefhönnuður

Áhugamál

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun, og hef verið meðlimur í Ljósop, félagi áhugaljósmyndara á Suðurnesum frá árinu 2007. Auk þess sinnti ég formennsku félagsins á árunum 2008 til 2016. Tók þátt í fjölmörgum ljósmyndasýningum félagsins á þeim árum og setti upp verkefnið Andlit Bæjarins, þar sem við mynduðum yfir 1.100 bæjarbúa og settum upp stóra sýningu á Ljósanótt 2015.

Ég hef spilað á rafmagnsgítar frá fermingu og var mikið í bílskúrsböndum á mínum yngri árum. Í dag spila ég með rokkhljómsveitinni Eldrún sem stefnir á frægð og frama.

Auk þess elska ég að ferðast með fjölskyldunni, hvort sem það sé í útileigu eða á sólaströnd.

Viltu vinna með mér?

Vantar þig tilboð í verkefnið þitt eða ráðgjöf varðandi vefsíðuna þína? Ég tek vel á móti öllum fyrirspurnum.