Það er hægt að líkja WordPress vefsíðunni þinni við slíka eign. Ef ekkert er gert til að viðhalda kerfinu á bak við vefinn, þá grotnar hann niður með tímanum. Öryggisholur myndast þegar WordPress kerfið, viðbætur og þemu, eru ekki uppfærð.
Áður en þú veist fara sumir hlutir á vefsíðunni að bila, og í versta tilfelli nær einhver óprúttinn aðili eða yrki (bot) að brjótast inn í kerfið og valda miklum skaða.
Það er nefninlega ekki nóg bara að „henda upp síðu“ og halda að það sé búið mál. Að halda heimasíðunni uppfærðri, bæði með nýju efni og sjálfu kerfinu er ólýsanlega mikilvægt, þó svo að það síðarnefnda sé allt of algengt.
Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að viðhaldi á WordPress heimasíðum.