WordPress bókunarkerfi

Samkvæmt nýjustu tölum bóka u.þ.b. 82% fólks fríið sitt í gegnum internetið með síma eða tölvu. Hvort sem það eru flugmiðar, gisting, skipulagðar ferðir eða önnur þjónusta og leiga, þá eru netbókanir í miklum vexti. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg og bjóða upp á þjónustu sína á vefnum.

WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á mikið að sniðugum möguleikum. Þar á meðal eru margar spennandi lausnir til þess að taka á móti bókunum og greiðslum á netinu.

Hvort sem þú vilt losna undan dýrum þjónustugjöldum bókunarrisanna, koma þinni þjónustu á netið eða framkvæma hugmyndina sem þú ert búin að vera með í maganum lengi, þá eru til lausnir sem henta öllum.

Hér að neðan ætla ég að fara yfir örfáar af þeim mörgu WordPress bókunarviðbótum sem gætu gagnast þér og fyrirtækinu þínu.

Wordpress bókunarkerfi
WooCommerce Bookings

WooCommerce Bókanir

WooCommerce er eitt vinsælasta vefverslunarkerfið sem tengist WordPress, sennilega vegna þess að það er í grunninn frítt og virkar alveg ótrúlega vel. Bókunar viðbótin gerir þér kleyft að bjóða upp á bókanir á tíma og dagsetningum fyrir hvaða vöru og þjónustu sem er.

Hægt er að notast við fjöldann allan af greiðslugáttum sem tengjast WooCommerce, bæði íslenskum og útlenskum. Auk þess tengist kerfið við Google Calendar.

Hentar vel fyrir alla útleigu á gistingu, hótelum, skipulögðum ferðum og tímabókunum fyrir hina ýmsu þjónustu, t.d. Hárgreiðslustofur, verkstæði, viðtalstíma og margt annað.

Verð: $249.
Lesa meira um WooCommerce Bookings.

Bookly

Bookly er annað mjög vinsælt WordPress bókunarkerfi. Það kemur í bæði frírri og Pro útgáfu sem þarf að greiða fyrir. Fría útgáfan hentar vel þeim sem vilja bjóða upp á tímabókanir, en þurfa ekki að taka við greiðslum í gegnum kerfið.

Með Pro útgáfunni opnast mun fleiri möguleikar eins og að taka við greiðslum, setja upp sér bókunarhluta fyrir starfsfólk eða aðra þjónustu. Hentar til dæmis vel fyrir borðapantanir, líkamsræktarstöðvar/einkaþjálfara, hárgreiðslu- og snyrtistofur þar sem starfsfólk er sjálfstætt/leigir stól og vill halda sínum bókunum alveg sér.

Bookly er einfalt í uppsetningu og umsjón og býður upp á marga möguleika eins og að senda tölvupóst eða SMS til að staðfesta og minna á bókaða tíma.

Verð: $89
Lesa meira um Bookly

Bookly Bókunarkerfi
Bóka á netinu

Motopress Hótel Bókanir

Hótel bókunarkerfið hjá Motopress er sérniðið fyrir útleigu á hótelherbergjum og íbúðum. Bókunarkerfið kemur sem Pro viðbót fyrir WordPress þar sem þú getur boðið upp á bókanir í gegnum dagatal. Motopress líkist mjög viðmóti Booking.com og Airbnb, þar sem hægt er að lista upp það sem er í boði fyrir hverja eign.

Notendur geta leitað eftir lausum dagsetningum og fjölda gesta. Hægt er að kaupa viðbót við kerfið sem leyfir þér að nota WooCommerce og allar þær viðbætur sem fylgja því, eins og íslenskar greiðslugáttir.

Hægt er að kaupa tilbúin þemu sem eru sérsniðin að bókunarkerfinu og þar með sparað tíma og peninga í uppsetningu á síðunni þinni.

Eitt af því besta við Motopress er að þú getur samstillt bókunardagatalið þitt við stóru bókunarsíðurnar (Booking.com, Airbnb, Hotels.com, osfrv) með Channel Manager (iCal).

Verð: $79-199
Lesa meira um Motopress Hotel Bookings

Viðburðarstjórn

Event Manager er viðbót fyrir þá sem vilja selja inn á viðburði, námskeið og tónleika. Viðburðarstjórinn hentar vel fyrir hverskonar miðasölu og býður upp á mikið af möguleikum.

Hægt er að nota kerfið fyrir einstakan viðburð, eða setja upp síðu með óendanlega mörgum viðburðum, flokka viðburði og birta í dagatali. Kerfið styður við iCal samstillingu, Google Maps auk tengingar við BuddyPress.

Pro útgáfa virkjar Paypal og Authorize.net greiðslugáttir ásamt því að þú getur búið til sérsniðin bókunarform og boðið upp á afsláttarkóða.

Verð: $75
Lesa meira um Event Manager

Viðburðir
Pöntunarkerfi fyrir veitingastaði

Pöntunarkerfi fyrir veitingastaði

Ef þú rekur veitingastað og vilt bjóða upp á Take-Away eða heimsendingar á netinu, þá eru til margar lausnir.
En hvað áttu að velja?

Ef þú ert nú þegar með WordPress síðu þá gætu þessar viðbætur hentað þér:

  • WooFood – Frítt og einfalt kerfi sem tengist WooCommerce verslunarkerfinu.
  • RestaurantPress – Mjög fullkomið frítt kerfi sem leyfir þér að setja upp glæsilega matseðla. Hægt að tengja við WooCommerce.
  • RestroPress – Frítt og notendavænt kerfi fyrir matseðla og pantanir á netinu. Getur valið um að sækja eða senda matinn.

Auk þessara viðbóta er til mikið af tilbúnum þemum sem bjóða upp á svipuð kerfi.

Vantar þér WordPress bókunarkerfi?

Mín þjónusta felst í því að hjálpa þér frá A til Ö. Ég hjálpa þér að velja rétta bókunarkerfið, sé um uppsetningu og aðlögun útlits svo það passi við fyrirtækið þitt.

Ef þér vantar uppfærslu á núverandi heimasíðu eða glænýja úr kassanum, þá sé ég um það líka.

Sendu mér línu ef þú vilt fá tilboð í verkefnið þitt.

Ég aðstoða þig með Wordpress síðuna þína