Motopress Hótel Bókanir
Hótel bókunarkerfið hjá Motopress er sérniðið fyrir útleigu á hótelherbergjum og íbúðum. Bókunarkerfið kemur sem Pro viðbót fyrir WordPress þar sem þú getur boðið upp á bókanir í gegnum dagatal. Motopress líkist mjög viðmóti Booking.com og Airbnb, þar sem hægt er að lista upp það sem er í boði fyrir hverja eign.
Notendur geta leitað eftir lausum dagsetningum og fjölda gesta. Hægt er að kaupa viðbót við kerfið sem leyfir þér að nota WooCommerce og allar þær viðbætur sem fylgja því, eins og íslenskar greiðslugáttir.
Hægt er að kaupa tilbúin þemu sem eru sérsniðin að bókunarkerfinu og þar með sparað tíma og peninga í uppsetningu á síðunni þinni.
Eitt af því besta við Motopress er að þú getur samstillt bókunardagatalið þitt við stóru bókunarsíðurnar (Booking.com, Airbnb, Hotels.com, osfrv) með Channel Manager (iCal).
Verð: $79-199
Lesa meira um Motopress Hotel Bookings