WordPress vefverslun

WooCommerce er hannað sérstaklega fyrir WordPress og er eitt mest notaða vefverslunarkerfi á netinu í dag.
Hér að neðan mun ég fara nánar í hvað hægt er að gera með WooCommerce, og afhverju það er svona vinsælt.

Hvað er WooCommerce

WooCommerce er vefverslunarkerfi sem hægt er að tengja við allar WordPress heimasíður í formi viðbótar. WooCommerce gerir þér kleift að selja vörur og þjónstu, stafrænar vörur (myndir, videó og skjöl), áskriftir og margt fleira.

Í kerfinu er m.a. hægt að halda utan um allar sölur, viðskiptavini, vörulager, reikna sendingarkostnað & vsk, búa til afsláttarmiða og tengja við allar helstu greiðslugáttir.

WooCommerce - Wordpress vefverslun
WooCommerce Greiðslugáttir

Greiðslugáttir

WooCommerce styður við allar helstu greiðslugáttir, erlendar sem innlendar. Þar má nefna: Korta, Borgun, Valitor, Pei, Kass, Aur, Netgíró, MyPos, Paypal, Stripe og hundruðir annara.

Auk greiðslugátta er hægt að bjóða upp á bankamillifærslu, greiða með póstkröfu eða við afhendingu.

WooCommerce netverslunarkefið kostar ekkert, einungis þarf að greiða færslugjöld hjá viðkomandi greiðslugátt.

Þemur og viðbætur

Allar helstu WordPress þemur gera ráð fyrir WooCommerce verslun, þannig að útlit og viðmót vefbúðarinnar heldur sér og passar við allt annað á síðunni.

Mikið af viðbótum eru í boði fyrir WooCommerce, td. allskyns aukamöguleikar fyrir vörusíður, leigu- og bókunarkerfi, myndagallerí svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að það er til viðbót fyrir nánast allt sem þér getur dottið í hug. Töluvert er um fríar viðbætur, en greiða þarf fyrir margar sérsniðnar lausnir.

WordPress Þemur og viðbætur
Stjórnaðu vefversluninni í símanum

Stjórnaðu þinni vefverslun í símanum

WooCommerce býður upp á smáforrit (app) fyrir bæði iPhone og Android síma þar sem þú getur stjórnað öllu á bak við tjöldin.

Smáforritið leyfir þér að hafa umsjón með pöntunum og vörulager auk þess að senda þér sölutilkynningar frá WordPress vefverslun þinni í rauntíma.

Náðu þér í appið

Seldu hvað sem er

WordPress vefverslun styður sölu á venjulegum vörum sem og stafrænum vörum, eins og t.d. ljósmyndum, videó og öðrum skjölum sem hægt er að hala niður.

Með viðbótum er hægt að útvíða verslunina til að selja námskeið, bókanir á hótelherbergjum, íbúðum og aðra leigu á hlutum eða þjónustu.

Möguleikarnir eru endalausir.

WooCommerce Vefverslun
WooCommerce Markaðssetning

Markaðssetning

Sú nána tenging á milli WordPress og WooCommerce leyfir þér að birta valdar vörur hvar sem er á síðunni þinni, hvort sem það er á lendingasíðum, bloggsíðum eða annarsstaðar. Þú getur notað afsláttarkóða til þess að gefa afslátt af vörum tímabundið, eða í ákveðin mörg skipti.

Settu upp viðbót til að tengja verslunina við Facebook Ads og Google Ads. Notaðu fréttabréf til að ná til notenda sem eru áhugasamir um vöruna þína.

Vantar þér WordPress netverslun?

Mín þjónusta felst í því að setja upp WordPress netverslun með WooCommerce, aðlaga útlit/þemu, setja inn vörur og aðrar nauðsynlegar undirsíður. Einnig er hægt að setja verslunina upp á fleiri tungumálum ef þörf er á því.

Auk þess aðstoða ég við val og uppsetningu á greiðslugáttum og öðrum viðbótum sem verslunin þín þarfnast. Það sama á við um bókunarvefi.

Ef þú vilt fá tilboð í verkefnið þitt, sendu mér línu og ég svara um hæl.

Wordpress vefverslun