Vefhönnun
WordPress heimasíður & vefverslanir
Fallegar & faglegar heimasíður fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök.
Vantar þig nýja vefsíðu, vefverslun eða þarf sú gamla að fá yfirhalningu?
Hafðu samband til að fá hagstætt tilboð í þinn vef.
Vefsíðugerð
Eftir að hafa hannað heimasíður í rúm 25 ár, hef ég nánast eingöngu unnið í uppsetningu á vefsíðum í WordPress umsjónakerfinu síðasta áratuginn. Það er klárlega eitt það besta á markaðnum í dag, engin spurning.
Vefverslanir
WooCommerce er mjög vinsælt þegar kemur að vefverslun. Kerfið er sérstaklega hannað fyrir WordPress sem býður upp á mikið af möguleikum auk tengingar við allar helstu greiðslugáttir.
Viðhald
Ef vefurinn þinn hefur ekki verið uppfærður í langan tíma er mikil hætta á að tölvuþrjótar geti nýtt sér öryggisgalla í kerfinu. Þess vegna er mjög mikilvægt að halda kerfinu uppfærðu með reglulegu millibili.
Hönnun
Hönnun og aðlögun útlita fyrir vefsíður getur verið snúin. Ég hef mikla reynslu í notendahönnun og að vinna með skapalón, „þemur“ sem tengjast WordPress auk útlitshönnunar frá grunni í Figma.
Leitarvélabestun
Ef vefurinn er rétt uppsettur, þá er hann mjög leitarvélavænn. Rétt notkun á valmyndum, flokkum og strúktur hjálpar mikið við að leitarvélar finni og birti síðuna í leitarniðurstöðum.
Hraðabestun
Hraði vefsíðunnar er mjög mikilvægur, bæði fyrir þá sem skoða síðuna og leitarvélabestun. Með tímanum er algengt að það hægist á síðunni, þá aðalega vegna nýs innihalds og of stórra mynda.
Nýleg verkefni
Heimasíðugerð & netverslanir
Þegar kemur að WordPress heimasíðum þá er enginn vefur of stór eða smár. Vandaðar vefsíður og netverslanir á góðu verði, hvort sem það er ný heimasíða, endurhönnun, leitarvélabestun eða viðhald á eldri vef. Hafðu samband til að fá hagstætt tilboð í þinn vef.