WordPress vefsíðugerð

Af hverju WordPress, hvað er svona merkilegt við það?
Það er ekki að ástæðulausu að flestir vefhönnuðir elska að vinna með WordPress og alla þá möguleika sem kerfið hefur upp á að bjóða.
Hér að neðan eru nokkrir punktar sem útskýra hvað það er sem gerir WordPress svona sérstakt þegar kemur að heimasíðugerð.

Hvað er WordPress

WordPress er mest notaða vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Kerfið er þróað sem opinn hugbúnaður og kostar ekkert. WordPress er í stöðugri þróun sem gerir það mjög öruggt, enda uppfært með nýjungum mjög reglulega.

Hægt er að nota WordPress á 2 vegu:

Búa til aðgang á WP.com og setja upp síðuna sjálf(ur) þar.
Hentar vel fyrir byrjendur í heimasíðugerð og þá sem vilja setja upp einfalda síðu eða blogg. Háð takmörkunum, en hægt er að greiða fyrir mismunandi áskriftir.

Sækja kerfið á WP.org og setja það upp á eigin hýsingu.
Hentar vel fyrir nánast allar vefsíður og þjónustuvefi. Engar takmarkanir og endalausir möguleikar varðandi þemur og viðbætur.

Wordpress vefsíðugerð
odinntheviking

Þemur & útlitshönnun

WordPress þemur (themes) eru tilbúnir útlitspakkar sem hægt er að setja upp án þess að þess að það hafi mikil áhrif á innihald vefsins. Hægt er að velja á milli mikils fjölda af fríum þemum, eða greiða fyrir sérhönnuð þemu.

Sérhönnuð þemu eru oft sniðin fyrir ákveðna tegund þjónustu og eru ekki mjög dýr. Kosturinn er að þau spara mikla vinnu og þar með mikinn kostnað við gerð flóknari vefsíðna. Þess vegna er hægt að bjóða WordPress vefi á lægra verði heldur en ella.

Viðbætur

Það sem gerir WordPress svona vinsælt er sá gríðarlegi fjöldi af viðbótum sem hægt er að tengja við kerfið. Helstu viðbætur eru verslunarkerfi, bókunarkerfi, tungumálastýring og þúsundir annara sem gefa þér möguleika á að smíða þá lausn sem þörf er á hverju sinni.

Stór hluti viðbóta er aðgengilegur í gegnum WordPress kerfið þér að kostnaðarlausu, á meðan aðrar kosta, þá annaðhvort í áskrift eða per vefsíðu.

Wordpress Viðbætur
snjallvefir

WordPress snjallvefir

Snjallvefur er vefsíða sem er hönnuð til að aðlaga sig að skjástæð þess tækis sem notað er til þess að skoða hana. Hvort sem það er borðtölva, netbretti eða snjallsími, þá virkar sama vefsíðan á öllum þessum tækjum.

Langflest nýleg WordPress þemu styðja við allar skjástærðir, en innihald vefsins þarf að hanna og setja inn þannig að aðlögunin haldist á milli tækja.

Leitarvélabestun

Leitarvélar elska WordPress, svona oftast… Ef vefurinn er rétt uppsettur, þá er hann mjög leitarvélavænn. Rétt notkun á valmyndum, flokkum og strúktur hjálpar mikið við að leitarvélar finni og birti síðuna í leitarniðurstöðum.

Auk þess eru í boði mjög góðar viðbætur (RankMath, Yoast SEO) sem hjálpa til við að búa til veftré, setja inn yfirskriftir og textalýsingar á undirsíður og pósta. Allt þetta hjálpar til að gera vefinn betri og auðfinnanlegri í leitarvélum á netinu.

Wordpress Leitavélabestun
Vafrakökur / GDPR

Lög um persónuvernd og vafrakökur / Cookies

Árið 2018 tók í gildi ný löggjöf frá Evrópusambandinu sem eykur kröfur um vernd persónuupplýsinga (GDPR). Lög um vafrakökur eru persónuverndarlög sem tilgreina að vefsíður öðlist leyfi gesta áður en þær geyma eða safna upplýsingum á netinu, farsíma eða spjaldtölvu. Þessum lögum þarf að fylgja og eru kröfurnar mismundandi eftir því frá hvaða landi notendur eru staðsettir. CookieHub er þjónusta sem sérhæfir sig í lausnum sem koma að þessum lögum og hægt er að setja upp fría viðbót í WordPress með nokkrum smellum. Hægt er að velja mismunandi áskriftir eftir stærð vefsins, en minni vefir geta fengið þessa þjónustu fría.

Vefumsjón

WordPress býður upp á einfalt notendaviðmót þar sem eigandi vefsins getur sjálfur sett inn innihald, texta og myndir, búið til nýjar síður og sett inn fréttir.

Fyrir þá sem vilja sjá um sína heimasíðugerð sjálfir er WordPress svarið. Mörg fyrirtæki bjóða upp á námskeið í WordPress, auk þess sem hægt er að finna mikið af ókeypis kennsluefni á netinu.

Vefumsjón í Wordpress
Wordpress vefsíðugerð

WordPress vefsíðugerð

Mín þjónusta felst í því að setja upp WordPress kerfið á þína eigin hýsingu, aðlaga útlit og setja inn efni. Auk þess fer ég yfir leitavélabestun og öryggimál síðunnar.

Ef þú ert nú þegar með vefinn þinn í WordPress, en vantar að uppfæra hann og fá nýtt útlit, hafðu þá samband.