Hvað er WordPress
WordPress er mest notaða vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Kerfið er þróað sem opinn hugbúnaður og kostar ekkert. WordPress er í stöðugri þróun sem gerir það mjög öruggt, enda uppfært með nýjungum mjög reglulega.
Hægt er að nota WordPress á 2 vegu:
Búa til aðgang á WP.com og setja upp síðuna sjálf(ur) þar.
Hentar vel fyrir byrjendur í heimasíðugerð og þá sem vilja setja upp einfalda síðu eða blogg. Háð takmörkunum, en hægt er að greiða fyrir mismunandi áskriftir.
Sækja kerfið á WP.org og setja það upp á eigin hýsingu.
Hentar vel fyrir nánast allar vefsíður og þjónustuvefi. Engar takmarkanir og endalausir möguleikar varðandi þemur og viðbætur.